Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 10:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blackburn
Tvö Lengjudeildarfélög hafa reynt við Adam Árna - Ármann Ingi sagður kosta 3 milljónir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ármann Ingi.
Ármann Ingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildarfélögin Þróttur og Njarðvík hafa, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, mikinn áhuga á því að fá Adam Árna Róbertsson í sínar raðir. Njarðvík endaði í 2. sæti í deildinni á síðasta tímabili og Þróttur í 3. sæti.

Adam Árni átti frábært tímabil með Grindavík í sumar, skoraði 14 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni og er á áframhaldandi samningi hjá félaginu. Hann vill þó halda annað og hefur ekki æft með liðinu að undanförnu.

Slúðrað hefur verið um að verðmiðinn á Adam, sem er 26 ára framherji, geti verið um fimm milljónir króna, en það eru óstaðfestar tölur.

Njarðvík hefur áhuga á fleiri leikmönnum en félagið hefur augastað á Skagamanninum Ármanni Inga Finnbogasyni sem lék með Grindavík á láni frá ÍA á liðnu tímabili.

Ármann lék vel á tímabilinu, sérstaklega til að byrja með, og var talsverður áhugi á honum í síðasta félagaskiptaglugga.

ÍA vill ekki missa hann frá sér og hefur heyrst að verðmiðinn á honum sé um þrjár milljónir króna. Ármann er 21 árs miðjumaður sem skoraði fimm mörk í Lengjudeildinni í sumar. Samningur hans við ÍA rennur út eftir komandi tímabil.
Athugasemdir
banner