Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 15:49
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur ekki lengur áhuga á Schlotterbeck
Nico Schlotterbeck.
Nico Schlotterbeck.
Mynd: EPA
Þýska blaðið Bild segir að Liverpool hafi ekki lengur áhuga á Nico Schlotterbeck, varnarmanni Borussia Dortmund. Liverpool hafði áhuga á að fá hann í janúar en þar sem Dortmund ætlar ekki að selja hann á miðju tímabili horfir Liverpool annað.

Liverpool hefur áhuga á Marc Guehi, varnarmanni Crystal Palace, og var nálægt því að kaupa hann í sumarglugganum.

Núgildandi samningur Schlotterbeck rennur út 2027 og samningaviðræður eru ekki að miðast áfram. Dortmund gæti því neyðst til að selja hann næsta sumar til að forðast það að missa hann frítt.

Barcelona, Real Madrid og Bayern München hafa öll sýnt Schlotterbeck, sem er hávaxinn 26 ára miðvörður, áhuga.
Athugasemdir
banner
banner