Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Simeone: Skil ekki hvernig Raphinha vann ekki Ballon d'Or
Mynd: EPA
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, segir það ótrúlegt að Raphinha hafi ekki unnið Ballon d'Or.

Barcelona vann Atletico Madrid í spænsku deildinni í gær en þar með lauk sex leikja sigurgöngu Atletico í deildinni. Atletico komst yfir en Raphinha jafnaði metin. Leiknum lauk með 3-1 sigri Barcelona.

„Raphinha ótrúlegur leikmaður. Hann getur spilað alls staðar, sem vængmaður, miðjumaður, framherji og jafn vegl vængbakvörður. Hann getur skorað, skapað, hann sendir og hleypur. Ég veit ekki hvernig hann vann ekki Ballon d'Or. Ég hefði alltaf valið hann," sagði Simeone.

Raphinha hefur verið frábær hjá Barcelona en hann var ekki nálægt því að vinna Ballon d'Or. Ousmane Dembele hreppti verðlaunin, Lamine Yamal, Vitinha og Mohamed Salah komu þar á eftir og Raphinha var í 5. sæti í kjörinu.
Athugasemdir
banner
banner