Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   mið 03. desember 2025 20:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Gott að vera með leikmann eins og Salah til taks á bekknum
Mynd: EPA
Mohamed Salah byrjar á bekknum hjá Liverpool gegn Sunderland í kvöld en hann var ónotaður varamaður í 2-0 sigri liðsins gegn West Ham um helgina.

Þetta er í fyrsta sinn sem Arne Slot setur Salah á bekkinn í deildinni en hann hefur verið langt frá sínu besta á tímabilinu. Slot gerði eina breytingu á liðinu í kvöld en Andy Robertson kemur inn fyrir Milos Kerkez.

„Ég spila á sama liðinu, það er augljóst að við þurfum allan hópinn í kvöld því nokkrir sem byrja geta ekki spilað allar 90 mínúturnar aftur. Meira en nokkru sinni fyrr þurfum við fleiri en 11 leikmenn í kvöld," sagði Salah.

„Allir eiga tækifæri á því að koma inn á, Salah er klárlega einn af þeim. Það er gott að við erum með leikmann eins og Salah til taks á bekknum."
Athugasemdir
banner