Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   fim 04. desember 2025 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
ÍBV hefur mikinn áhuga á Liam Jeffs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur mikinn áhuga á því að fá Liam Daða Jeffs í sínar raðir frá Þrótti Reykjavík. Kristján Kristjánsson, formaður fótboltadeildar Þróttar, staðfestir að ÍBV hafi lagt fram tilboð í leikmanninn.

„Það er ekkert samkomulag í hendi eða neitt slíkt, en ég get staðfest að ÍBV hefur áhuga og hefur lagt fram tilboð."

Liam Daði er sóknarmaður sem fæddur er árið 2006 og er fæddur í Vestmannaeyjum. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir ÍBV í Lengjudeildinni 2021 og Eyjamenn vilja fá Liam heim, en hann er samningsbundinn Þrótti út næsta tímabil.

Hann skoraði tíu mörk í 24 Lengjudeildarleikjum með Þrótti á síðasta tímabili.

Faðir Liams er Ian Jeffs sem er í dag þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Hann var þjálfari Þróttar tímabilin 2022-23.

Ian Jeffs er Englendingur sem kom til Íslands árið 2003 og spilaði með ÍBV, Fylki, Val og KFS á sínum leikmannaferli á Íslandi.
Athugasemdir
banner