Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   mið 03. desember 2025 21:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ráðgáta af hverju Viktor Daði byrjar ekki í deildinni"
Mynd: EPA
Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason fór hamförum þegar FC Kaupmannahöfn vann 4-2 sigur gegn Esbjerg í danska bikarnum í kvöld.

Hann skoraði tvennu og lagði upp eitt mark en hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp tvö í ellefu leikjum fyrir liðið. Hann hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum í Meistaradeildinni.

Hann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í deildinni en hann er búinn að leggja upp eitt mark í sex leikjum. Aðdáendasíðan FCKvision á X furðar sig á því að hann hafi ekki fengið tækifæri í deiildinni.

„Af hverju Dadason er ekki byrjunarliðsmaður í Ofurdeildinni er ráðgáta. Fyrirgefðu, ég leiðrétti mig, þetta er ekki ráðgáta heldur óhæf ákvörðun," skrifaðii FCKvision.


Athugasemdir
banner
banner