Landsliðsmiðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson fór af velli á börum þegar Lech Poznan lék útileik gegn Piast Gliwice í pólsku bikarkeppninni.
Gísli hélt um andlit sitt þegar hann var borinn af velli en samkvæmt pólskum fjölmiðlum voru vallaraðstæður slæmar og mold á vellinum. Hann hafi rennt sér til að komast fyrir boltann en fest sig í grasinu og snúist upp á hné hans.
Gísli hélt um andlit sitt þegar hann var borinn af velli en samkvæmt pólskum fjölmiðlum voru vallaraðstæður slæmar og mold á vellinum. Hann hafi rennt sér til að komast fyrir boltann en fest sig í grasinu og snúist upp á hné hans.
Gísli hafði byrjað á bekknum en komið inn sem varamaður á 23. mínútu vegna meiðsla hjá liðsfélaga hans. Lech Poznan vann leikinn 2-0 og komst áfram í 8-liða úrslit.
Óttast er að Gísli verði lengi frá vegna meiðslanna og jafnvel talið um að liðbönd í hné hafi slitnað. Hann hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli síðan hann gekk í raðir Lech Poznan. Hann fór í aðgerð á öxl og sleit svo liðbönd í ökkla.
Gísli er uppalinn Bliki, fór frá félaginu á 16. aldursári og gekk í raðir Bologna. Sumarið 2022 sneri hann aftur til Íslands og samdi þá við Víking. Hann sprakk út á síðasta ári og var seldur til pólska stórliðsins síðasta vetur.
Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í október og lék svo gegn Aserbaísjan í síðasta glugga. Þessi 21 árs leikmaður hefur spilað 18 leiki (9 í deildinni) og skorað eitt mark fyrir Lech Poznan á þessu tímabili.
Thordarson zniesiony z boiska. Trzymaj si?!!! #PIALPO pic.twitter.com/etV4xosjTa
— Karl Rove (@Karl_Rove13) December 3, 2025
Athugasemdir



