Mörg íslensk félög hafa, samkvæmt heimildum Fótboltanet, áhuga á því að fá Jónatan Guðna Arnarsson í sínar raðir.
Jónatan er leikmaður Norrköping í Svíþjóð en gæti snúið aftur heim eftir eitt ár í Svíþjóð.
Jónatan er leikmaður Norrköping í Svíþjóð en gæti snúið aftur heim eftir eitt ár í Svíþjóð.
Hann er 18 ára sóknarmaður sem keyptur var til Norrköping frá uppeldisfélaginu Fjölni síðasta vetur.
Hann kom við sögu í tíu leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Norrköping féll úr deildinni eftir hræðilegan lokakafla.
Jónatan á að baki 15 leiki fyrir yngri landsliðin og hefur í þeim skorað fimm mörk.
Þeir Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson eru einnig leikmenn Norrköping og svo gæti farið að allir Íslendingarnir myndu yfirgefa félagið í vetur.
Athugasemdir

