Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 12:51
Elvar Geir Magnússon
Barcelona reynir að stela ungstirni frá Man Utd
JJ Gabriel er sóknarmaður sem varð 15 ára í október.
JJ Gabriel er sóknarmaður sem varð 15 ára í október.
Mynd: Instagram/jjnr10
Barcelona reynir að gera tilraun til að stela einni björtustu von Manchester United, hinum 15 ára gamla JJ Gabriel.

Manchester Evening News segir að United sé bjartsýnt á að halda þessu ungstirni en hann og fjölskylda hans hafa heimsótt Barcelona að minnsta kosti einu sinni nýlega.

Gabriel hefur hitt leikmenn Barcelona og félagið ekki farið leynt með að það vilji fá hann inn í La Masia akademíuna frægu. Katalónska félagið hefur lengi haft áhuga á honum.

Gabriel er U16 landsliðsmaður Englands og er einn mest spennandi leikmaður í akademíu United. Hann hefur verið öflugur við markaskorun.

Hann skoraði þrennu í 7-0 sigri U18 leik gegn Liverpool um síðustu helgi og er alls með 10 mörk í 10 leikjum á tímabilinu. Hann hefur þegar tekið æfingar með aðalliðinu.

United er harðákveðið í að halda Gabriel og Rúben Amorim hefur þegar sýnt leikmanninum að honum er ætluð björt framtíð hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner