Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   fim 04. desember 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Ítalir spila umspilsleikinn í Bergamó
Leikvangurinn tekur rúmlega 23 þúsund áhorfendur.
Leikvangurinn tekur rúmlega 23 þúsund áhorfendur.
Mynd: EPA
Ítalska fótboltasambandið hefur staðfest að umspilsleikur ítalska landsliðsins gegn Norður-Írlandi þann 26. mars á komandi ári verði spilaður á heimavelli Atalanta í Bergamó.

Ítalska landsliðið hefur fjórum sinnum spilað á vellinum og aldrei tapað. Ítalía hafnaði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni HM, á eftir Noregi, og fer því í umspilið.

Ef liðið vinnur Norður-Írland mun það leika úrslitaleik á útivelli gegn sigurvegaranum úr viðureign Wales og Bosníu um sæti á HM 2026.

Ítalía og Norður-Írland hafa ellefu sinnum mæst og aðeins einu sinni hefur Ítalía tapað. Það var 15. janúar 1958 í Belfast, 2-1, en það tap kom í veg fyrir að Ítalía kæmist á HM í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner