Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   mið 03. desember 2025 21:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Saka innsiglaði sigur Arsenal - Watkins með tvennu í mögnuðum leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal er með fimm stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn Brentford í kvöld.

Hann kom liðinu yfir snemma leiks þegar hann skallaði boltann í netið af stutu færi eftir fyrirgjöf frá Ben White. Kevin Schade fékk gullið tækifæri til að jafna metin en David Raya varði skallann frá honum af stuttu færi.

Það eru mikil meiðslavandræði í öftustu línu Arsenal en Gabriel og William Saliba eru fjarverandi. Liðið varð fyrir áfalli í kvöld þar sem Cristhian Mosquera þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Riccardo Calafiori var nálægt því að tryggja Arsenal sigurinn undir lokin eftir laglegan sprett inn á teiginn en Caoimhin Kelleher varði vel frá honum. Boltinn barst til Bukayo Saka en hann hitti boltann illa.

Strax í kjölfarið bætti hann upp fyrir þetta og innsiglaði sigur liðsins.

Það var magnaður leikur í Brighton þar sem Aston Villa var í heimsókn. Emi Martinez meiddist í upphitun og Marco Bizot kom í markið í hans stað.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Aston Villa en liðið var komið tveimur mörkum undir eftir hálftíma leik. Ollie Watkins hafði aðeins skorað eitt mark fyrir leik kvöldsins en hann minnkaði muninn og jafnaði metin seint í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Amadou Onana kom Aston Villa síðan yfir þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Donyell Malen fór langt með að tryggja Aston Villa sigurinn en Jan Paul van Hecke skoraði þriðja mark Brighton og gaf Brighton von um að ná einhverju út úr leiknum.

Danny Welbeck átti skalla af stuttu færi í blálokin en Bizot blakaði boltanum yfir og sigur Aston Villa í höfn.

Vandræði Wolves héldu áfram þegar liðið fékk Nottingham Forest í heimsókn. Igor Jesus skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Hann skoraði aftur í seinni hálfleik og í þetta sinn stóð markið og það reyndist sigurmark Nottingham Forest. Daniel Munoz var hetja Crystal Palace þegar liðið vann nauman sigur á Burnley.

Wolves 0 - 1 Nott. Forest
0-1 Igor Jesus ('72 )

Arsenal 2 - 0 Brentford
1-0 Mikel Merino ('11 )
2-0 Bukayo Saka ('90 )

Brighton 3 - 4 Aston Villa
1-0 Jan Paul van Hecke ('9 )
2-0 Pau Torres ('29 , sjálfsmark)
2-1 Ollie Watkins ('37 )
2-2 Ollie Watkins ('45 )
2-3 Amadou Onana ('60 )
2-4 Donyell Malen ('78 )
3-4 Jan Paul van Hecke ('83 )

Burnley 0 - 1 Crystal Palace
0-1 Daniel Munoz ('44 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 26 7 +19 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 19 13 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 24 14 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 17 13 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 23 19 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 20 20 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 21 0 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 15 25 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner