Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 11:13
Elvar Geir Magnússon
Riðlar Lengjubikarsins: Íslandsmeistararnir mæta KA og KR - Heimir gegn FH
Heimir Guðjónsson og nýir lærisveinar hans í Fylki munu taka á móti FH.
Heimir Guðjónsson og nýir lærisveinar hans í Fylki munu taka á móti FH.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Valsmenn eru ríkjandi Lengjubikarmeistarar.
Valsmenn eru ríkjandi Lengjubikarmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á vef KSÍ hefur riðlaskipting og drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2025 verið birt. Leikin er einföld umferð í riðlunum. Sigurvegarar riðlanna komast í úrslitakeppni mótsins og leika til undanúrslita.

Keppni í A-deild karla hefst í lok janúar en hér að neðan má sjá hvernig riðlaskiptingin er í efstu tveimur deildum.

Valur er ríkjandi Lengjubikarmeistari eftir 3-2 sigur á Fylki í spennandi úrslitaleik í mars á þessu ári. Valsmenn eru meðal annars með ÍA og Þór í riðli á komandi ári.

Íslandsmeistarar Víkings eru með tveimur öðrum liðum úr Bestu deildinni í riðli; KA og KR. Þá er skemmtilegt að Heimir Guðjónsson, nýr þjálfari Fylkis sem hætti með FH eftir síðasta tímabil, mun fá Hafnarfjarðarliðið í heimsókn í Árbæinn.

Meðal annars verður leikið á Ísafirði og Vestmanneyjum í Lengjubikarnum en þar hafa verið lagðir nýir gervigrasvellir.

A-DEILD KARLA:

Riðill 1: Stjarnan, Fram, Keflavík, Vestri, HK, Ægir.

Riðill 2: Valur, ÍA, Þór, Afturelding, Völsungur, Grótta.

Riðill 3: Víkingur, KA, KR, Njarðvík, Grindavík, ÍR.

Riðill 4: Breiðablik, FH, ÍBV, Þróttur, Leiknir, Fylkir.

B-DEILD KARLA:

Riðill 1: Kári, KV, Fjölnir, KÁ, Augnablik, Kormákur/Hvöt.

Riðill 2: Selfoss, Reynir S., Árbær, Víkingur Ó., KFG, Sindri.

Riðill 3: Ýmir, Víðir, KH, Þróttur V., Haukar, Hvíti Riddarinn.

Riðill 4: Dalvík/Reynir, Magni, KFA, Höttur, Tindastóll, KF.

Sjá einnig:

Hér má sjá riðlaskiptinguna í heild (með C-deild)

Drög að leikjaniðurröðun
Athugasemdir
banner