Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   fim 04. desember 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Þýskaland heldur EM kvenna 2029
Kvenaboltinn
Tilkynnt var í gær að Þýskaland verður gestgjafi Evrópumótsins 2029.
Tilkynnt var í gær að Þýskaland verður gestgjafi Evrópumótsins 2029.
Mynd: EPA
Þýskaland mun vera gestgjafi á Evrópumóti kvenna 2029 en UEFA tilkynnti þetta í gær. Pólland sótti einnig um að halda mótið og þá kom sameiginleg umsókn frá Danmörku og Svíþjóð.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að allar umsóknirnar hefðu verið sterkar og það væri sorglegt að aðeins ein myndi bera sigur úr býtum.

Þýskaland vann kosninguna þó mjög örugglega, hlaut 15 af 17 atkvæðum.

EM 2029 mun innihalda sextán landslið og verður leikið á átta leikvöngun; í Köln, Dortmund, Dusseldorf, Frankfurt, Hannover, Leipzig, München og Wolfsburg.

Þýskaland hélt EM kvenna síðast árið 2001, en þá vann Þýskaland sigur á Svíþjóð í úrslitaleik mótsins.
Athugasemdir
banner
banner