Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Man Utd og West Ham: Heaven og Cunha byrja
Yoro og De Ligt detta úr byrjunarliðinu
Mynd: Man Utd
Mynd: Man Utd
Manchester United tekur á móti West Ham United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Brasilíumaðurinn knái Matheus Cunha er kominn aftur eftir höfuðmeiðsli og byrjar í sóknarlínu Rauðu djöflanna ásamt Joshua Zirkzee og Bryan Mbeumo.

Ayden Heaven kemur þá inn í varnarlínuna í staðinn fyrir Leny Yoro sem hefur gerst sekur um slæm mistök í undanförnum leikjum. Hann mun stýra varnarlínunni með Noussair Mazraoui og Luke Shaw sér til aðstoðar. Lisandro Martínez er nýlega kominn úr meiðslum og byrjar á bekknum.

Ruben Amorim þjálfari gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem lagði Crystal Palace að velli um helgina. Auk Yoro sest Mason Mount á bekkinn á meðan Matthijs de Ligt er utan hóps.

Nuno Espírito Santo þjálfari West Ham gerir aðeins eina breytingu frá tapi gegn Englandsmeisturum Liverpool um helgina. Lucas Paquetá er í leikbanni eftir stórfurðulegt rautt spjald og kemur Tomas Soucek inn í byrjunarliðið í hans stað.

Man Utd: Lammens, Mazraoui, Heaven, Shaw, Amad, Casemiro, Fernandes, Dalot, Cunha, Mbeumo, Zirkzee.
Varamenn: Bayindir, Dorgu, Malacia, Martinez, Yoro, Mainoo, Mount, Ugarte, Lacey

West Ham: Areola, Wan-Bissaka, Todibo, Mavropanos, Diouf, Potts, Magassa, Fernandes, Soucek, Bowen, Wilson.
Varamenn: Hermansen, Walker-Peters, Kilman, Rodriguez, Irving, Earthy, Marshall, Kante, Mayers
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner