Halla Bríet Kristjánsdóttir er búin að gera tveggja ára samning við Þór/KA sem leikur í Bestu deild kvenna.
Halla Bríet er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 91 keppnisleik með meistaraflokki Völsung.
Hún á 37 mörk í 63 leikjum í 2. deildinni og verður spennandi að fylgjast með henni taka stórt stökk upp um tvær deildir.
Halla Bríet er uppalin hjá Völsungi og lék nokkra leiki fyrir sameinaðan 2. flokk hjá Þór/KA/KF/Dalvík/Völsungi í sumar.
Þór/KA endaði í sjöunda sæti Bestu deildarinnar í ár.
Athugasemdir




