Palace gæti verið tilbúið að hlusta á tilboð í Mateta á næsta ári, Napoli heldur áfram að girnast Mainoo og ungur leikmaður Köln er undir smásjám enskra úrvalsdeildarfélaga. Hér er slúðurpakki dagsins.
Crystal Palace mun hlusta á tilboð næsta sumar í Jean-Philippe Mateta (28) ef félagið nær ekki samkomulagi við franska framherjann um nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út 2027. (Sun)
Napoli vill fá nýjan miðjumann í janúar og fyrsta val ítalska A-deildarliðsins er Kobbie Mainoo (20), miðjumaður Manchester United. (Gazzetta dello Sport)
Brighton gæti reynt að fá þýska vængmanninn Said El Mala (19) frá Köln í janúar en hann gæti kostað rúmar 30 milljónir punda. (Teamtalk)
Manchester United, Liverpool og Chelsea hafa einnig fylgst með El Mala og talað um að United yrði skynsamlegasti kosturinn fyrir leikmanninn. (Talksport)
Fulham þarf að borga AC Milan 24,5 milljónir punda til að kaupa nígeríska vængmanninn Samuel Chukwueze (26) alfarið frá ítalska félaginu. (Calcio Mercato)
Manchester United, Arsenal og Real Madrid byerjast um að fá þýska varnarmanninn Nathaniel Brown (22) frá Eintracht Frankfurt. (Bild)
Tottenham, Newcastle og Aston Villa gætu reynt að fá brasilíska sóknarmanninn Igor Thiago (24) frá Brentford í janúar. (Caught Offside)
Mexíkóski sóknarmaðurinn Santiago Gimenez (24) gæti yfirgefið AC Milan í janúar en West Ham og Sunderland hafa áhuga á honum. (Gazzetta dello Sport)
West Ham fylgist grannt með portúgalska markverðinum Jose Sa (32) hjá Wolves fyrir janúargluggann. (Football Insider)
Eintracht Frankfurt er ekki lengur að vinna í því að fá Niclas Fullkrug (32) í janúar. Wolfsburg og fleiri þýsk félög hafa þó enn áhuga á þessum þýska sóknarmanni West Ham. (Florian Plettenberg)
Roma vill fá franska framherjann Mathys Tel (20) frá Tottenham ef félaginu tekst ekki að landa Joshua Zirkzee (24) frá Manchester United. (Ekrem Konur)
Marokkóski miðjumaðurinn Bilal El Khannouss (24), sem er á láni hjá Stuttgart frá Leicester, er undir smásjá Newcastle. (Teamtalk)
Chelsea telur sig vera að landa samkomulagi um franska miðjumanninn Ayyoub Bouaddi (18) frá Lille og framherjanum Brian Madjo (16) frá Metz sem er frá Lúxemborg. (Caught Offside)
Barcelona er að reyna að fá ungstirnið JJ Gabriel (15) frá Manchester United. (Sun)
Athugasemdir


