ÍBV er án þjálfara eftir að Þorlákur Árnason sagði starfi sínu lausu í gær. Ástæðan er sú að fyrirliði liðsins, Alex Freyr Hilmarsson, var ráðinn framkvæmdastjóri fótboltadeildar félagsins.
Hvorki hefur náðst í Alex né Magnús Sigurðsson, formann fótboltadeildar ÍBV, í dag.
Hvorki hefur náðst í Alex né Magnús Sigurðsson, formann fótboltadeildar ÍBV, í dag.
Fótboti.net setti saman tíu manna lista yfir mögulega kosti fyrir ÍBV.
Mögulega eru fleiri þjálfarar í starfi sem væru tilbúnir í að reyna fyrir sér í Bestu deildinni ef kallið kæmi.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson - Eyjamaðurinn er í starfi hjá HK en mögulega væri hann klár ef kallið kemur frá ÍBV.
Sigurvin Ólafsson - Venni er Eyjamaður en er í starfi hjá Þrótti. Hann hefur verið orðaður við ÍBV síðustu ár.
Rúnar Páll Sigmundsson - Rúnar er þjálfari Gróttu en nafn hans heyrðist í morgun í tengslum við ÍBV.
Gregg Ryder - Var þjálfari KR fyrri hluta síðasta tímabils en hefur verið án starfs síðan. Hann hefur áður þjálfað í Eyjum.
Srdjan Tufegdzic - Túfa var látinn fara frá Val í lok tímabilsins. Hann er án starfs og er augljós kostur fyrir ÍBV.
Haraldur Árni Hróðmarsson - Halli var látinn fara frá Grindavík undir lok tímabilsins. Hann hefur verið orðaður við störf bæði hér innanlands og erlendis.
Eiður Smári Guðjohnsen - Snýr Eiður aftur í þjálfun í vetur? Hann var síðast þjálfari hjá FH tímabilið 2022.
Arnar Grétarsson - Hélt Fylki uppi í Lengjudeildinni í sumar en hélt ekki áfram með liðið. Er án starfs sem stendur.
Jón Sveinsson - Nonni var síðast þjálfari hjá Fram tímabilið 2023. Hann hefur verið orðaður við endurkomu í þjálfun að undanförnu.
Athugasemdir



