Rúben Amorim, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Matheus Cunha sé klár í slaginn fyrir leikinn gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer annað kvöld.
Varnarmaðurinn Harry Maguire og sóknarmaðurinn Benjamin Sesko eru áfram fjarri góðu gamni. Þá eru tveir leikmenn United tæpir fyrir leikinn en Amorim hélt spilunum að sér á fréttamannafundi og vildi ekki gefa upp um það hverjir væru þar á ferðinni.
Varnarmaðurinn Harry Maguire og sóknarmaðurinn Benjamin Sesko eru áfram fjarri góðu gamni. Þá eru tveir leikmenn United tæpir fyrir leikinn en Amorim hélt spilunum að sér á fréttamannafundi og vildi ekki gefa upp um það hverjir væru þar á ferðinni.
„Það eru tveir tæpir fyrir leikinn, það gæti breytt því hvernig við nálgumst leikinn. Sjáum hvort þeir geti spilað," sagði Amorim. „Matheus er kominn til baka en Harry og Sesko eru enn frá."
Maguire hefur verið frá í þrjár vikur vegna meiðsla í læri og Sesko hefur ekki spilað síðan hann meiddist á hné í jafnteflinu gegn Tottenham.
Amorim fagnar því að fá Cunha aftur til baka en segir svigrúm til bætinga hjá Brasilíumanninum. Cunha er bara með eitt mark fyrir United í ellefu leikjum síðan hann kom frá Wolves í sumar.
„Hann er kominn í öðruvísi félag, það er öðruvísi pressa en mér finnst hann höndla það vel. Hann var farinn að hugsa of mikið um að vera ekki að skora en hann hefur haft mikil áhrif á liðið. Hann getur orðið enn betri varnarlega og sóknarlega líka," segir Amorim.
Besta-deild karla
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
| 2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
| 3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
| 4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
| 5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
| 6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
| 7. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
| 8. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
| 9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
| 10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
| 11. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
| 12. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |
Athugasemdir


