Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 16:03
Elvar Geir Magnússon
Ítalski bikarinn: Atalanta sparkaði Mikael Agli og félögum illilega úr leik
Mikael Egill í leik með Genoa.
Mikael Egill í leik með Genoa.
Mynd: EPA
Atalanta 4 - 0 Genoa
1-0 Berat Djimsiti ('19 )
2-0 Marten de Roon ('54 )
3-0 Mario Pasalic ('82 )
4-0 Honest Ahanor ('90 )
Rautt spjald: Seydou Fini, Genoa ('36)

Atalanta vann 4-0 sigur gegn Genoa í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins í dag og mun mæta Juventus í 8-liða úrslitum.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson leikur með Genoa og var í byrjunarliðinu í dag.

Þrátt fyrir að Atalanta hafi hvílt leikmenn á borð við Ademola Lookman, Ederson og Odilon Kossounou reyndist liðið sterkara. Genoa lék manni færri stærstan hluta leiksins en Seydou Fini fékk rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri.

Juventus komst áfram í gær og klukkan 17 í dag mætast Napoli og Cagliari. Klukkan 20 tekur Inter svo á móti Venezia. Á morgun leikur Bologna við Parma og Lazio tekur á móti AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner