Rúben Amorim, stjóri Manchester United, segist verja sig og fjölskyldu sína frá áreiti og hótunum á samfélagsmiðlum með því að hreinlega nota þá ekki.
Rannsókn BBC leiddi í ljós að yfir tvöþúsund gróf skilaboð, þar á meðal líflátshótanir, voru skrifuð um stjóra og leikmenn í enska boltanum yfir eina helgi.
Rannsókn BBC leiddi í ljós að yfir tvöþúsund gróf skilaboð, þar á meðal líflátshótanir, voru skrifuð um stjóra og leikmenn í enska boltanum yfir eina helgi.
„Ég les ekki samfélagsmiðla. Ég ver sjálfan mig. Ég horfi ekki á sjónvarpið þegar rætt er um Manchester United. Það er ekki vegna þess að ég er ósammála umræðunni, oftast er ég sammála, ég vil bara losna við andlegt áreiti," segir Amorim.
„Ég á nóg með eigin tilfinningar, ég þarf ekki aðrar. Eina leiðin er að nota ekki samfélagsmiðla."
„Ég gæti grætt mikinn pening aukalega á því að nota Instagram en að verja það að geta lifað eðlilegu fjölskyldulífi er ekki metið í dollurum eða pundum. Í dag eru ofsóknir á samfélagsmiðlum orðnar hluti af þessu og það er bara ein leið til að forðast þær."
Athugasemdir



