Tvíburabræðurnir Edwin og Hólger Quintero eru búnir að skrifa undir samninga við Arsenal en þeir eru aðeins 16 ára gamlir.
Quintero bræðurnir koma úr röðum Independiente del Valle í Ekvador og munu ekki formlega ganga í raðir Arsenal fyrr en eftir tæp tvö ár, þegar þeir hafa náð átján ára aldri, í ágúst 2027.
Arsenal hafði betur í baráttunni við ýmis félagslið sem höfðu áhuga á að krækja í Quintero bræðurna. Edwin er hægri kantmaður á meðan Holger spilar sem sóknartengiliður.
Edwin á 12 keppnisleiki að baki fyrir yngri landslið Ekvador á meðan Hólger hefur spilað fjórum sinnum fyrir U15 liðið.
FC Bayern er á sama tíma að krækja í samlanda þeirra Virgilio Olaya úr röðum SD Aucas. Sá er 17 ára gamall.
Welcome to The Arsenal, Edwin & Holger Quintero ??
— Arsenal (@Arsenal) December 4, 2025
The highly sought-after Ecuadorian duo have signed pre-contract agreements to join the Gunners from Independiente del Valle in 2027 ????
Athugasemdir

