Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 23:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýski bikarinn: Tvö sjálfsmörk í sigri Bayern
Mynd: EPA
Það var efstu deildarslagur í þýska bikarnum í kvöld þegar Union Berlin fékk Bayern Munchen í heimsókn.

Bayern komst yfir snemma leiks þegar boltinn hrökk af Ilyas Ansah, leikmanni Union, og í netið eftir hornspyrnu. Bayern skapaði aftur hættu eftir hornspyrnu þegar Harry Kane skoraði annað mark liðsins.

Leopold Querfeld minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu en Diogo Leite kom Bayern aftur í tveggja marka forystu þegar hann skallaði boltann í eigið net. Querfeld klóraði aftur í bakkann með marki úr vítaspyrnu en nær komst Union ekki.

Efstu deildarliðin Stuttgart og Freiburg unnu B-deildarliðin Bochum og Darmstadt. B-deildarliðið Holstein Kiel gerði sér lítið fyrir og vann efstu deildarlið HSV eftir vítaspyrnukeppni.

Bochum 0 - 2 Stuttgart
0-1 Philipp Strompf ('12 , sjálfsmark)
0-2 Deniz Undav ('47 )
Rautt spjald: Philipp Strompf, Bochum ('45)

Freiburg 2 - 0 Darmstadt
1-0 Vincenzo Grifo ('42 , víti)
2-0 Lucas Holer ('69 )
2-0 Vincenzo Grifo ('84 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Matej Maglica, Darmstadt ('88)

Hamburger 3 - 5 Holstein Kiel
1-0 Bakery Jatta ('107 )
1-1 Phil Harres ('118 )

Union Berlin 2 - 3 Bayern
0-1 Ilyas Ansah ('12 , sjálfsmark)
0-2 Harry Kane ('24 )
1-2 Leopold Querfeld ('40 , víti)
1-3 Diogo Leite ('45 , sjálfsmark)
2-3 Leopold Querfeld ('55 , víti)
Athugasemdir
banner