Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ráðleggur Wirtz að hugsa ekki um tölurnar
Virgil van Dijk og Florian Wirtz.
Virgil van Dijk og Florian Wirtz.
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, hefur ráðlagt þýska landsliðsmanninum Florian Wirtz að hugsa ekki um tölurnar sínar í ensku úrvalsdeildinni og missa ekki trú á heimsklassa hæfileikum sínum.

Wirtz, sem var keyptur í sumar á 116 milljónir punda, hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Sunderland í gær en markið var skráð sjálfsmark.

„Það er virkilega góð ástæða fyrir því að félag eins og við keyptum hann. Hann er framúrskarandi leikmaður í heimsklassa sem á bara eftir að verða betri, en það tekur tíma," segir Van Dijk.

„Hann þarf að halda einbeitingu, ekki fara of hátt upp eða of langt niður. Hann þarf að passa sig á að láta umtalið ekki hafa áhrif á sig og hugsa ekki um tölurnar."

„Í dag er rosa mikið hugsað um að skora mörk, eiga stoðsendingar eða halda hreinu. Þetta snýst líka um það sem þú sérð og áhrifin sem þú hefur á liðið, það sést ekki bara í tölunum. Hann átti stóran þátt í jöfnunarmarkinu gegn Sunderland en hann gerði marga aðra hluti vel."

„Hann er 22 ára hæfileikaríkur leikmaður sem var keyptur á háa fjárhæð en hann ákvað ekki verðmiðann," segir Van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner