Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 11:43
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu sjötta mark Andra Lucasar í átta leikjum
Mynd: Blackburn Rovers
Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eina mark Blackburn Rovers í 1-1 jafntefli gegn Ipswich Town í ensku B-deildinni í gær.

Andri Lucas er funheitur um þessar mundir og skoraði sitt sjötta mark í síðustu átta leikjum.

Andri skoraði á 78. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. George Pratt skallaði boltann í átt að fjærstönginni og þar var Andri eins og hrægammur til að stýra boltanum í netið.

Því miður fyrir Andra þá reyndist þetta ekki sigurmarkið því undir lokin jafnaði hinn 19 ára gamli Sindre Walle Egeli metin og bjargaði stigi fyrir gestina.

Súrt fyrir Blackburn sem er í 18. sæti með 21 stig en Ipswich í 7. sæti með 28 stig.



Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 18 13 4 1 50 18 +32 43
2 Middlesbrough 18 9 6 3 24 19 +5 33
3 Millwall 18 9 4 5 22 25 -3 31
4 Stoke City 18 9 3 6 26 14 +12 30
5 Preston NE 18 8 6 4 25 19 +6 30
6 Bristol City 18 8 5 5 26 20 +6 29
7 Ipswich Town 18 7 7 4 30 19 +11 28
8 Birmingham 18 8 4 6 27 20 +7 28
9 Hull City 18 8 4 6 30 30 0 28
10 Wrexham 18 6 8 4 23 20 +3 26
11 Derby County 18 7 5 6 25 25 0 26
12 West Brom 18 7 4 7 20 22 -2 25
13 QPR 18 7 4 7 22 28 -6 25
14 Southampton 18 6 6 6 28 25 +3 24
15 Watford 18 6 6 6 24 23 +1 24
16 Leicester 18 6 6 6 22 23 -1 24
17 Charlton Athletic 18 6 5 7 18 23 -5 23
18 Blackburn 18 6 3 9 18 23 -5 21
19 Sheffield Utd 18 6 1 11 20 28 -8 19
20 Oxford United 18 4 6 8 20 25 -5 18
21 Swansea 18 4 5 9 18 27 -9 17
22 Portsmouth 18 4 5 9 15 25 -10 17
23 Norwich 18 3 4 11 19 29 -10 13
24 Sheff Wed 18 1 5 12 14 36 -22 -10
Athugasemdir
banner