Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   mið 03. desember 2025 09:40
Elvar Geir Magnússon
Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Powerade
Christos Mouzakitis (númer 96).
Christos Mouzakitis (númer 96).
Mynd: EPA
Mun Barcelona kaupa Rashford?
Mun Barcelona kaupa Rashford?
Mynd: EPA
Liverpool, Manchester United, Tottenham og Leeds eru meðal félaga sem koma við sögu í muðvikudagsslúðurpakkanum. BBC tók saman það helsta sem er í umræðunni.

Félög í Sádi-Arabíu vilja enn fá egypska framherjann Mohamed Salah (33) sem var settur á bekkinn hjá Liverpool á sunnudaginn. (TalkSport)

Liverpool hefur hafið viðræður að nýju við umboðsmenn enska varnarmannsins Marc Guehi (25) hjá Crystal Palace, eftir að hafa mistekist að fá hann í sumar. (Teamtalk)

Manchester United vill fá gríska miðjumanninn Christos Mouzakitis (18) frá Olympiakos en Real Madrid hefur einnig áhuga og íhugar að gera 25 milljóna punda tilboð í táninginn. (Mail)

Barcelona hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort félagið kaupi Marcus Rashford (28) alfarið frá Manchester United þegar lánssamningur hans rennur út. (Sport)

Liverpool er eitt af þeim félögum sem eru framarlega í röðinni í baráttunni um að fá ganverska framherjann Antoine Semenyo (25) frá Bournemouth. (Football Insider)

Áhugi Tottenham á Semenyo hefur aukist og félagið gæti gert tilboð í janúar. (Sky Sports)

Gary O'Neil kemur til greina sem næsti stjóri Leeds ef Þjóðverjinn Daniel Farke verður rekinn. (Football Insider)

West Ham og Brentford íhuga að gera janúartilboð í portúgalska varnarmanninn Tiago Gabriel (20) en fær samkeppni frá Juventus um þennan vinstri bakvörð ítalska liðsins Lecce. (The i Paper)

Varnarmaðurinn Timothy Castagne (29) gæti yfirgefið Fulham í janúar til að reyna að tryggja sæti í belgíska landsliðinu fyrir HM næsta sumar. (DH)

Ítalski markvörðurinn Guglielmo Vicario (29) íhugar að yfirgefa Tottenham en ítalska félagið Inter hefur áhuga. (La Gazzetta dello Sport)

Liverpool og Arsenal undirbúa janúartilboð í brasilíska framherjann Rodrygo (24) hjá Real Madrid. (Caught Offside)

Liverpool er komið á undan Barcelona í kapphlaupinu um brasilíska miðjumanninn Ederson (26) hjá Atalanta. (Fichajes)

Bayern München er tilbúið að ræða um sölu á franska varnarmanninum Sacha Boey (25) sem gæti verið falur fyrir 15 milljónir evra. Crystal Palace hefur sýnt honum áhuga. (Bild)

Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög eru að fylgjast með úkraínska markverðinum Anatoliy Trubin (24) hjá Benfica. (GiveMeSport)
Athugasemdir
banner