Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 22:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalski bikarinn: Thuram með tvennu í öruggum sigri
Mynd: EPA
Inter fékk B-deildarlið Venezia í heimsókn í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld.

Inter var með 3-0 forystu í hálfleik en Marcus Thuram skoraði þriðja markið eftir rúmlega hálftíma leik. Hann bætti fjórða markinu við snemma í seinni hálfleik.

Richie Sagrado klóraði í bakkann fyrir Venezia áður en Ange-Yoan Bonny innsiglaði sigur Inter. Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Venezia

Napoli vann efstu deildarslag gegn Cagliari. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Napoli vann að lokum eftir maraþon vítaspyrnukeppni þar sem bæði lið tóku tíu spyrnur.

Napoli 1 - 1 Cagliari
1-0 Lorenzo Lucca ('28 )
1-1 Sebastiano Esposito ('67 )

Inter 5 - 1 Venezia (9-8 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Andy Diouf ('18 )
2-0 Pio Esposito ('20 )
3-0 Marcus Thuram ('34 )
4-0 Marcus Thuram ('51 )
4-1 Richie Sagrado ('66 )
5-1 Ange-Yoan Bonny ('75 )
Athugasemdir
banner
banner