Bastian Schweinsteiger og Ana Ivanovic voru eitt sinn helsta ofurpar íþróttaheimsins. Schweinsteiger varð heimsmeistari með Þýskalandi og lék fyrir Bayern München og Manchester United en Ivanovic var á sínum tíma besta tenniskona heims.
En níu árum eftir að þau gengu í hjónaband eru þau nú skilin. Saman áttu þau þrjá syni; Luca, Leon og svo Theo sem fæddist fyrir tveimur árum.
En níu árum eftir að þau gengu í hjónaband eru þau nú skilin. Saman áttu þau þrjá syni; Luca, Leon og svo Theo sem fæddist fyrir tveimur árum.
Samkvæmt slúðurmiðlum þá byrjaði samband þeirra að gliðna í sundur þar sem Schweinsteiger var mikið fjarverandi vegna vinnu sinnar. Hann er mikils metinn sparkspekingur og hefur ferðast um Evrópu að fjalla um leiki á meðan Ivanovic hefur verið heima í Serbíu með börnin.
Í sumar sást Schweinsteiger kyssa aðra konu á Mallorca og myndir birtust í blaðinu Bild. Sagt var að umrædd kona væri frá Búlgaríu og væri gift. Á þeim tíma var ekki búið að staðfesta það að leiðir Schweinsteiger og Ivanovic hefðu skilið mánuðum áður.
Athugasemdir




