Freyr Alexandersson stýrir norska liðinu Brann en félög í öðrum deildum hafa sýnt áhuga á að ráða hann til starfa. Í viðtali við norska fjölmiðla segist Freyr hafa fengið nokkrar fyrirspurnir en hafnað þeim öllum.
Meðal annars hefur félag í bandarísku MLS-deildinni viljað fá Frey til starfa, samkvæmt frétt VG. Félagið var ekki nafngreint og sjálfur vildi Freyr ekki staðfesta hvaða félag er á ferðinni.
Meðal annars hefur félag í bandarísku MLS-deildinni viljað fá Frey til starfa, samkvæmt frétt VG. Félagið var ekki nafngreint og sjálfur vildi Freyr ekki staðfesta hvaða félag er á ferðinni.
Bergensavisen hefur nú greint frá því að um væri að ræða Sporting Kansas City en liðið hafnaði í 27. sæti af 30 liðum í MLS-deildinni.
Freyr segir að ekkert sé í gangi í sínum málum, hann sé ánægður hjá Brann og þar er mikil ánægja með hans störf. Liðið hafnaði í fjórða sæti norsku deildarinnar og hefur gert frábæra hluti í Evrópudeildinni.
Fréttin hefur verið uppfærð
Athugasemdir


