Það fóru tíu leikir fram í spænska bikarnum í kvöld þar sem efstudeildarlið Espanyol, sem er að reynast eitt af spútnik liðum tímabilsins, datt óvænt úr leik.
Espanyol heimsótti D-deildarlið Baleares og tapaði óvænt 1-0 þar sem heimamenn í liði Baleares skoruðu úr sinni einu marktilraun sem hæfði rammann.
Sóknarleikur Espanyol var bitlaus gegn orkumiklum heimamönnum og tókst þeim ekki að rjúfa varnarmúrinn með marki þrátt fyrir nokkur góð tækifæri.
Baleares fer áfram í næstu umferð ásamt nokkrum liðum úr efstu deild. Celta Vigo þurfti vítaspyrnukeppni gegn Sant Andreu á meðan Valencia og Rayo Vallecano unnu sín einvígi eftir framlengingu.
Valencia rétt marði FC Cartagena einum leikmanni færri. Staðan var jöfn þegar heimamenn í Cartagena fengu dæmda vítaspyrnu á 119. mínútu en brenndu af. Tveimur mínútum síðar gerðu gestirnir sigurmarkið eftir ótrúlega dramatískar lokamínútur.
Rayo Vallecano voru einnig gífurlega heppnir að vinna sinn leik. Þeir lentu undir í venjulegum leiktíma en gerðu jöfnunarmark seint í uppbótartíma og sigruðu svo á lokamínútunum í framlengingu.
Sevilla vann naumlega gegn CD Extremadura og fór áfram í næstu umferð ásamt Albacete, Deportivo La Coruna, Racing Santander, Burgos og Granada.
Atlético Baleares 1 - 0 Espanyol
1-0 Jaume Tovar ('54)
Sant Andreu 1 - 1 Celta Vigo
1-0 Alexis Garcia ('104)
1-1 Borja Iglesias ('106)
Rautt spjald: Carlos Dominguez, Celta ('113)
6-7 í vítaspyrnukeppni
FC Cartagena 1 - 2 Valencia
1-0 Alfredo Ortuno ('21)
1-1 Lucas Beltran ('80)
1-1 Kevin Sanchez, misnotað víti ('119)
1-2 Jesus Vazquez ('121)
Rautt spjald: Baptiste Santamaria, Valencia ('112)
Real Avila 1 - 2 Rayo Vallecano
1-0 Carlos Pascual ('50)
1-1 Isi Palazon ('94)
1-2 Alvaro Garcia ('120)
Extremadura 1 - 2 Sevilla
0-1 Alfonso Gonzalez ('31)
0-2 Isaac Romero ('38)
1-2 Giovanni Zarfino ('48)
Zaragoza 0 - 1 Burgos
Tenerife 0 - 1 Granada
Ponferradina 1 - 2 Racing Santander
Sabadell 0 - 2 Deportivo La Coruna
Leganes 1 - 2 Albacete
Athugasemdir




