Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 23:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Ekki nógu heppnir til að vinna
Mynd: EPA
Liverpool náði ekki að fylgja eftir sigrinum gegn West Ham um helgina og var heppið að ná í stig gegn Sunderland á Anfield í kvöld.

Liðið náði ekki að skapa sér mikið og Chemsdine Talbi kom Sunderland yfir en Nordi Mukiele skoraði sjálfsmark eftir skot frá Florian Wirtz sem tryggði Liverpool stig.

„Höfum alltof oft fengið á okkur fá færi en þau sem við fáum á okkur verða að marki. Við vorum ekki nógu heppnir til að vinna en við hefðum tapað þessum leik í undanförnum leikjum," sagði Slot.

„Það eru 14 leikir búnir og við höfum ekki skorað nóg úr opnum leik eða úr föstum leikatriðum."
Athugasemdir
banner
banner