Það er nóg um að vera í íslenskum um helgina fótbolta þrátt fyrir að desembermánuður sé skollinn á.
Það er mikið af leikjum á dagskrá í Íslandsmótinu innanhúss og þá fer Kjarnafæðismótið af stað á Akureyri.
Á innanhússmótinu eru hvorki meira né minna en 25 leikir á dagskrá yfir helgina, 22 í karlaflokki og 3 í kvennaflokki. Leikið er í Smáranum og Fjölnishöll í karlaflokki og Iðu á Selfossi í kvennaflokki.
Ísbjörninn hefur á undanförnum árum verið besta lið landsins í innanhússfótbolta, eða Futsal, og er í riðli með Skallagrími/Kára, Fjölni og Afríku í vetur.
Sigurvegarinn fær þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar en þar hefur íslensku liði aldrei tekist að komast inn á lokamótið.
Hamar, Árbær, Uppsveitir og Augnablik eru meðal félaga sem mæta til leiks með lið í Futsal mótið um helgina.
Þá eigast Selfoss, KFR og Smári við í innanhússmóti kvenna. Þar er Selfoss ríkjandi meistari.
Að lokum eigast Þór/KA og Dalvík við í kvennaflokki Kjarnafæðismótsins í Boganum klukkan 18:30.
Kjarnafæðismótið er æfingamót liða á Norðurlandi sem haldið er á hverju ári í karla- og kvennaflokki.
Föstudagur
18:30 Þór/KA - Dalvík (Boginn)
Laugardagur
A-riðill
14:00 Hamar - Vængir Júpíters
14:35 Uppsveitir - Þróttur/SR
15:20 Uppsveitir - Hamar
15:55 Þróttur/SR - Vængir Júpíters
16:40 Hamar - Þróttur/SR
17:15 Vængir Júpíters - Uppsveitir
B-riðill
14:00 Hafnir - Augnablik
14:30 Árbær - Afturelding
15:00 Augnablik - KM
15:30 Afturelding - Hafnir
16:00 KM - Árbær
16:30 Augnablik - Afturelding
17:00 KM - Hafnir
17:30 Árbær - Augnablik
18:00 Afturelding - KM
18:30 Hafnir - Árbær
Sunnudagur
C-riðill
13:00 Skallagrímur - Ísbjörninn
13:35 Afríka - Fjölnir
14:20 Afríka - Skallagrímur
14:55 Fjölnir - Ísbjörninn
15:40 Skallagrímur - Fjölnir
16:15 Ísbjörninn - Afríka
Kvennaflokkur
14:00 Selfoss - Smári
14:45 Smári - KFR
15:30 KFR - Selfoss
Athugasemdir

