Bandaríska diskógrúppan Village People og breska ofurstjarnan Robbie Williams eru meðal listamanna sem koma fram í Washington á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir HM.
Village People mun flytja sitt goðsagnakennda lag 'YMCA' sem kom út 1978 en hefur undanfarin ár verið áberandi í kosningabaráttum Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Village People mun flytja sitt goðsagnakennda lag 'YMCA' sem kom út 1978 en hefur undanfarin ár verið áberandi í kosningabaráttum Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Ítalski tenórinn Andrea Bocelli og Nicole Scherzinger fyrrum söngkona Pussycat Dolls eru einnig meðal listamanna sem munu koma fram.
48 landslið verða í pottunum þegar dregið verður en HM 2026 mun standa yfir frá 11. júní til 19. júlí á næsta ári og verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.
Athugasemdir


