Ný landsliðstreyja Íslands lak á netið í gær en óhætt er að segja að í hönnun hennar sé einfaldleikinn allsráðandi.
KSÍ og Puma hafa verið með samning frá 2020 en sá samningur var framlengdur fyrir ári og nær til 2030.
KSÍ og Puma hafa verið með samning frá 2020 en sá samningur var framlengdur fyrir ári og nær til 2030.
Ingvar Breiðfjörð birti myndir af nýju treyjunni á TikTok í gær og gefur henni sjálfur 4 af 10 í einkunn. Fyrir neðan kragann aftan á treyjunum má finna orðið 'liðsheild'.
Í ummælakerfinu fær treyjan talsverða gagnrýni og þykir fólki ekki mikið hafa verið lagt í hönnun hennar.



Athugasemdir



