Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   fös 06. janúar 2023 09:45
Elvar Geir Magnússon
Mun bekkurinn tryggja Man City titilinn?
Manchester City minnkaði forystu Arsenal niður í fimm stig með sigri gegn Chelsea í gær. Jack Grealish lagði upp eina mark leiksins fyrir Riyad Mahrez sem báðir komu inn af varamannabekknum.

Á sama tíma gerði Arsenal bara eina skiptingu þegar liðinu mistókst að vinna Newcastle á heimavelli í vkunni, markalaust jafntefli varð niðurstaðan þar.

„Þessir varamenn sem Manchester City er með, þetta er nánast ósanngjarnt. Breiddin gæti gert gæfumuninn á þessu tímabili, City er með miklu meiri breidd en Arsenal," segir Chris Sutton, sérfræðingur BBC.

Hreinskilinn Grealish
Jack Grealish segir að það hafi verið miklu erfiðara að aðlagast leikstíl Manchester City en hann gæti ímyndað sér. Grealish átti sína þriðju úrvalsdeildarstoðsendingu á tímabilinu í gær.

„Ég get verið hreinskilinn, það hefur verið miklu erfiðara að koma inn í þetta lið en ég bjóst við. Ég hélt að ég væri að fara í lið sem væri alltaf á toppnum og ég myndi raða inn mörkum og stoðsendingum. Þannig er þetta ekki," segir Grealish.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner
banner