Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   lau 06. febrúar 2021 17:50
Arnar Laufdal Arnarsson
Heimir Guðjóns: Við erum að skoða markaðinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson þjálfari Valsmanna var brattur eftir sigur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni, leikar enduðu 1-1 eftir 90 mínútur en vítaspyrnukeppnin endaði 5-4 fyrir Valsmönnum.

"Það er alltaf gaman að vinna titla, ég hef aldrei unnið þennan titil áður sem þjálfari þannig þetta var bara fínt, við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vantaði töluvert upp á grunnatriði leiksins, þegar við unnum boltann vorum við að tapa honum fljótlega en við vorum mun betri í seinni og svona heilt yfir fannst mér þetta verðskuldað" Sagði Heimir í viðtali beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  6 Valur

Valur endaði með markatöluna 21-4 yfir fimm spilaða leiki, gat þetta farið mikið betur að mati Heimis?

"Þetta hefur verið fínt Reykjavíkurmót, búið að ganga vel! Við vissum það að þetta yrði hörkuleikur, Fylkisliðið er búið að vera öflugt, með frábærar skyndisóknir, vel skipulagðir og með fljóta menn fram á við! Við getum alltaf bætt okkur samt, flæðið á boltanum hefði mátt vera betra, færa boltann meira milli vængja og í fyrri hálfleik hefðum við getað varist skyndisóknunum betur en í seinni hálfleik gerðum við það vel"

Kjartan Henrý Finnbogason hefur verið mikið orðaður við Val, er hann á leið á Hlíðarenda?

"Nei"

Valsmenn hafa fengið þrjá leikmenn til sín og misst sex, hvernig standa leikmannamál Valsara?

"EIns og ég hef sagt þá erum við að skoða markaðinn, markaðurinn er hins vegar erfiður þessa stundina en vonandi verða einhverjar tilslakanir og þá munum við reyna styrkja okkur, klárlega" Sagði Heimir Guðjónsson

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner