Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 06. febrúar 2023 09:20
Elvar Geir Magnússon
Corberan orðaður við stjórastarf Leeds - Tekur Enrique við Chelsea?
Powerade
Carlos Corberan er orðaður við stjórastarf Leeds.
Carlos Corberan er orðaður við stjórastarf Leeds.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique orðaður við Chelsea.
Luis Enrique orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Bandaríski landsliðsmaðurinn Antonee Robinson.
Bandaríski landsliðsmaðurinn Antonee Robinson.
Mynd: EPA
Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe.
Mynd: Getty Images
Gleðilega nýja vinnuviku! Powerade slúðurlestin er á fullri ferð en Matip, Corberan, Aubameyang, Gallagher, Williams, Cancelo, Coutinho, Messi og fleiri eru um borð í dag.

Leeds er án sigurs í sjö síðustu leikjum. Talað er um að Spánverjinn Carlos Corberan hjá West Brom gæti tekið við stjórastöðunni af Jesse Marsch. (Mail)

Chelsea er opið fyrir því að ráða Luis Enrique, fyrrum stjóra spænska landsliðsins og Barcelona, ef félagið ákveður að skipta Graham Potter út. (Fichajes)

Jose Mourinho vill taka við Chelsea í þriðja sinn. Mourinho er stjóri Roma í dag. (GiveMeSport)



Liverpool er tilbúið að hlusta á tilboð í kamerúnska miðvörðinn Joel Matip (31) í sumar en samningur hans rennur út 2024. (Football Insider)

Barcelona horfir til gabonska framherjans Pierre-Emerick Aubameyang (33) hjá Chelsea. Hann var sex mánuði á Nývangi á síðasta ári. (Football Transfers)

Newcastle United hefur augastað áfram á Conor Gallagher (22) eftir að hafa rætt við Chelsea um enska miðjumanninn í janúarglugganum. (Football Insider)

Fulham hefur sett 35 milljóna punda verðmiða á bandaríska varnarmanninn Antonee Robinson (25) en Manchester City, AC Milan og Inter hafa áhuga á honum. (Sun)

Atletico Madrid hefur tekið fram úr Juventus í kapphlaupinu um franska miðjumanninn N'Golo Kante (31) en samningur franska miðjumannsins vuð Chelsea rennur út í sumar. (Mundo Deportivo)

Búist er við formlegum kauptilboðum í Manchester United í þessari viku. Breski milljarðamæringurinn Sir Jim Ratcliffe er talinn líklegasti kaupandinn en hann hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. (Mail)

Liverpool er tilbúið að selja írska markvörðinn Caoimhin Kelleher (24) sem vill fá reglulegan spiltíma. (Sun)

Tilboð eru væntanleg næsta sumar frá Liverpool og Aston Villa í spænska vængmanninn Nico Williams (20) og spænska miðjumanninn Oihan Sancet (22) hjá Athletic Bilbao. (AS)

Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern München, segir að það verði erfitt að koma til móts við 62 milljóna punda ákvæðið í lánssamningnum varðandi portúgalska bakvörðinn Joao Cancelo (28) frá Manchester City. Það er upphæðin sem Bayern þarf að reiða fram næsta sumar ef félagið ætlar að kaupa Cancelo alfarið. (Mirror)

Brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho (30) er orðaður við lán til Galatasaray eftir erfitt tímabil hjá Aston Villa. (Sun)

Paris St-Germain er í viðræðum við argentínska heimsmeistarann Lionel Messi (35) um nýjan samning. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner