Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. mars 2020 18:20
Hafliði Breiðfjörð
Myndir: Hitapulsan komin á Laugardalsvöll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú undir kvöld náðist að koma hitapulsunni í gang á Laugardalsvelli en sérfræðingar sem fylgdu henni hingað til lands starfa hér á landi næstu vikurnar.

Tveir risa gaskútar knýja hitapulsuna sem er enn að rísa en allt er gert svo völlurinn verði klár fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 sem fer fram 26. mars næstkomandi.

Annar dúkur hefur verið á vellinum undanfarna daga en unnið hefur verið að því að taka snjóinn af þeim dúk í vikunni. Hitadúkurinn kom svo í lok dags.

Á næstu þremur vikum verður dúkurinn svo fjarlægður nokkrum sinnum svo hægt sé að valta, mála og mögulega slá grasið. Dúkurinn verður á vellinum allt fram til degi fyrir leik. Myndir af dúknum má sjá hér með fréttinni og að neðan.
Athugasemdir
banner