Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. maí 2021 15:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar um Finn Tómas, Kristján Flóka og Kjartan Henry
Kjartan Henry í KR fyrir gluggalok? Flóki tæpur og Finnur kominn heim
Kjartan í treyju KR árið 2014. Á leið aftur heim?
Kjartan í treyju KR árið 2014. Á leið aftur heim?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki er tæpur fyrir leikinn á morgun
Kristján Flóki er tæpur fyrir leikinn á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas er kominn á láni
Finnur Tómas er kominn á láni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er að fá inn meiri breidd sem vantaði. Við vorum að fá leikmann sem þekkir allt sem við erum að gera. Hann hefur verið með okkur síðastliðin tvö ár og þó hann hafi verið erlendis síðustu mánuði þá veit hann nákvæmlega hvað við viljum og þurfum. Það þarf ekkert að skóla hann mikið til."

Sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þegar fréttaritari heyrði í honum í dag. Finnur Tómas Pálmason er genginn í raðir félagsiðs á láni frá Norrköping.

En af hverju er hann að ganga í raðir félagsins?

„Þú verðu að ræða það við hann. Hann vildi koma og ég get ekki alveg svarað fyrir ástæðuna."

„Ég veit að þegar það kom upp að það væri hægt að fá hann á láni þá fórum við á fullt í það. Ég er virkilega sáttur með að fá hann."


Finnur er tvítugur miðvörður sem KR seldi til Norrköping í janúar. Finnur lék stórt hlutverk þegar KR varð Íslandsmeistari árið 2019.

Kristján Flóki tæpur fyrir leikinn á morgun
Þá að næsta máli, Kristján Flóki Finnbogason fór meiddur af velli gegn Breiðabliki á sunnudag. Hvernig er staðan á honum fyrir leikinn á morgun gegn KA?

„Hann æfði með okkur í gær, skokkaði bara sjálfur. Ég reikna með að hann æfi með okkur í dag það eru líkur á að hann verði með á morgun."

„Ég get ekki alveg sagt til um það núna hversu miklar. Við eigum eftir að hittast núna seinni partinn og þá mun sjúkraþjálfarinn kíkja á hann."

„Honum leið betur í gær og það eru líkur á að hann geti spilað. Hversu miklar samt veit ég ekki."


Kjartan Henry á leið til KR fyrir gluggalok?
Það eru háværar sögusagnir um að Kjartan Henry Finnbogason verði leikmaður KR fyrir gluggalok (12. maí) ef Esbjerg tapar gegn Silkeborg í toppbaráttuslag liðanna í dönsku B-deildinni í dag.

Tapi Esbjerg er nánast útséð með að liðið fari upp í Superliga, efstu deild. Liðið væri þá tíu stigum á eftir Silkeborg þegar fjórar umferðir eru eftir.

Fyrr í vetur voru KR-ingar bjartsýnir á að fá Kjartan Henry í sumar.

Ætlar Rúnar að fylgjast með hvernig sá leikur fer?

„Nei, ég hef engan tíma til þess. Það er æfing á eftir og fundur. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og á það sem við erum með. Við erum ekkert að spá í neitt annað. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda einbeitingunni á verkefnið á morgun. Við setjum allan okkar kraft í það, annað kemur bara seinna."

Geturu eitthvað tjáð þig um að Kjartan Henry sé á leiðinni í KR?

„Nei, eins og ég hef sagt áður, á meðan ekki er búið að skrifa undir einhverja samninga og ekkert er klárt þá get ég ekkert tjáð mig, við erum búnir að skoða nokkra leikmenn erlendis."

„Af virðingu við leikmennina og þeirra félög þá getum við ekki verið að tjá okkur opinberlega um þá. Það er eiginlega ekkert að segja að svo stöddu,"
sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner