Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 05. febrúar 2021 10:03
Magnús Már Einarsson
KR-ingar bjartsýnir á að fá Kjartan Henry
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ing­ar eru vongóðir um að Kjart­an Henry Finn­boga­son muni leika með KR ef hann flyt­ur heim til Íslands í sum­ar eins og út­lit er fyr­ir en mbl.is greinir frá þessu í dag.

Kjartan samdi á dögunum við Esbjerg í dönsku B-deildinni út júní en hann mun spila með Ólafi Kristjánssyni og lærisveinum hans út tímabilið.

Mbl.is hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að KR hafi átt viðræður við Kjart­an og bú­ist við því að hann muni leika með KR í sum­ar.

Páll Kristjáns­son, formaður knatt­spyrnu­deild­ar KR, sagðist þó ekki geta tjáð sig um málið þegar mbl.is hafði sam­band við hann vegna þessa. Lét ein­ung­is hafa eft­ir sér að Kjart­an Henry sé sann­ar­lega vel­kom­inn í KR þegar hann kýs að snúa heim.

Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry hafði verið orðaður við heimkomu áður en hann samdi við Esbjerg en orðrómur var um að hann myndi ganga til liðs við Val.

„Ég var búinn að heyra í klúbbum heima. Ég held að það segi sig sjálft að KR er minn klúbbur á Íslandi og ég var búinn að heyra í þeim. Síðan voru aðrir klúbbar búnir að hafa samband. Það þyrfti ansi mikið til að ég fari í annað lið en KR svo maður sé hreinskilinn. Ég ætti erfitt með að sjá það fyrir mér. Þetta er samt fljótt að breytast og maður hefur verið að reka sig á það í þessum heimi," sagði Kjartan Henry sjálfur við Fótbolta.net í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner