þri 06. maí 2025 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cleverley rekinn frá Watford
Mynd: EPA
Watford tilkynnti í dag að félagið hefði látið Tom Cleverley fara en hann hafði verið stjóri liðsins frá því í mars í fyrra.

Watford er að fara í sína tíundu stjóraleit síðan 2020.

Markmiðið hjá Watford var að komast í umspilið í Championship deildinni en það tókst ekki. Watford endaði í 14. sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið síðustu fimm leiki tímabilsins.

Cleverley er fyrrum leikmaður Manchester United, Everton og Watford. Hann er tíundi stjórinn sem Watford lætur fara á síðustu fimm árum.

Cleverley er 35 ára og lék á sínum tíma 13 landsleiki fyrir England. Yfirmaður íþróttamála hjá Watford, Gian Luca Nani, segir á heimasíðu félagsins að tími sé kominn á breytingar, það eigi að byggja upp á ungum og hæfileikaríkum hóp sem öðlaðist góða reynslu í Championship deildinni á liðnu tímabili.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir
banner
banner