
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Mauro Munno segir á því á X reikningi sínum að Inter sé nálægt því að klára kaup á íslenska landsliðsmarkverðinum Cecilíu Rán Rúnarsdóttur.
Cecilía er á láni hjá Inter frá Bayern Munchen út þetta tímabil. Hún var í gær valinn besti markmaður ítölsku deildarinnar á tímabilinu.
Cecilía er á láni hjá Inter frá Bayern Munchen út þetta tímabil. Hún var í gær valinn besti markmaður ítölsku deildarinnar á tímabilinu.
Munno segir að kaupverðið geti farið yfir 100 þúsund evrur og segir að það verði þá metfé fyrir markmann.
Samkvæmt Wikipedia er Phallon Tullis-Joyce, sem Man Utd keypti frá Bandaríkjunum árið 2023, dýrasti markmaður en hún kostaði, samkvæmt Wiki, 150 þúsund evrur.
Cecilía, sem er fædd árið 2003, hefur haldið níu sinnum hreinu í 22 leikjum fyrir lið Inter í vetur en Inter endar í 2. sæti deildarinnar og verður í Meistaradeildinni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu tímabilsins. Cecilía á að baki 17 A-landsleiki.
Exclusive. Inter are close to definitively acquire Serie A best goalkeeper Cecilia Ran Runarsdottir (????????, 2003) from Bayern Munich. The deal may be made for over 100k euros. Record deal for a GK pic.twitter.com/lrKYtr1Jh7
— Mauro Munno (@Maumunno) May 5, 2025
Athugasemdir