
Við minnum á seinni leik Inter og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Það ætti að vera ávísun á góða skemmtun. En hér er slúðurpakki dagsins í boði Powerade.
Manchester United hefur sagt Chelsea að það þurfi að greiða 65 milljónir punda til að fá argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho (20) í sumar. (Star)
Everton og Wolves hafa áhuga á að fá Nicolas Pepe (29), fyrrum sóknarleikmann Arsenal, en samningur hans við Villarreal rennur út í sumar. (Foot Mercato)
Þýski vængmaðurinn Leroy Sané (29) hefur skipt um umboðsmann, sem hefur sett spurningarmerki við framtíð hans hjá Bayern München. Hann var nálægt því að framlengja samningi við þýsku meistarana. (Sky Sports Þýskaland)
Liverpool ætlar að opna veskið í sumar þar sem félagið hyggst bæta við sig nýjum vinstri bakverði, miðverði og framherja. (Talksport)
Chelsea ætlar að ræða við ekvadorska miðjumanninn Moises Caicedo (23) um nýjan samning í sumar sem verðlaun fyrir frábæra frammistöðu hans á þessu tímabili. (Telegraph)
Hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold, (26) sem er að fara frá Liverpool, mun skrifa undir sex ára samning við Real Madrid sem tekur gildi 1. júlí. (The Athletic)
Alexander-Arnold hafnaði tilboði um verulega launahækkun hjá Liverpool. (ESPN)
Markvörður Southampton og enska landsliðsins, Aaron Ramsdale (26), er á óskalista Manchester United og West Ham. (Mirror)
Aston Villa fylgist með Andriy Lunin (26), markverði Real Madrid og Úkraínu. Argentínski markvörðurinn Emiliano Martinez (32) ára, er enn orðaður við brottför í sumar. (Birmingham Mail)
Marco Silva, stjóri Fulham, og Nuno Espirito Santo, stjóri Nottingham Forest, eru meðal þeirra stjóra sem Al-Hilal í Sádi-Arabíu er með á blaði. (Talksport)
Athugasemdir