Troy Deeney sérfræðingur BBC hefur valið úrvalslið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 35. umferð lauk í gær.
Varnarmaður: Aaron Wan-Bissaka (West Ham) - Átti stoðsendingu í 1-1 jafntefli gegn Tottenham. Er að njóta sín vel og það er gaman að sjá hann spila.
Varnarmaður: Ezri Konsa (Aston Villa) - Stígur varla feilspor og á miklu meira hrós skilið en hann fær. Herra Áreiðanlegur.
Varnarmaður: Dean Huijsen (Bournemouth) - Þessi ungi maður er orðaður við Liverpool og Real Madrid og ekki að ástæðulausu. Skoraði með skalla í 2-1 sigri gegn Arsenal.
Varnarmaður: Luke Thomas (Leicester) - Leicester vann Southampton og Thomas (til hægri á myndinni) var öryggið uppmálað.
Miðjumaður: Enzo Fernandez (Chelsea) - Skoraði í 3-1 sigri Chelsea gegn meisturum Liverpool. Argentínumaðurinn er að skila framlagi reglulega, sýnir flotta frammistöðu og stöðugleika.
Miðjumaður: Youri Tielemans (Aston Villa) - Er að leika afar vel fyrir Villa og skoraði sigurmarkið gegn Fulham.
Miðjumaður: Kevin Schade (Brentford) - Skoraði tvö mörk í svakalegum 4-3 sigri gegn Manchester United. Á mikið hrós skilið.
Miðjumaður: Julio Enciso (Ipswich) - Sýndi hæfileika sína glögglega í 2-2 jafntefli gegn Everton og skoraði stórkostlegt mark. Besti maður vallarins.
Sóknarmaður: Evanilson (Bournemouth) - Þessi afskaplega hæfileikaríki sóknarmaður skoraði sigurmarkið gegn Arsenal. Það verður erfitt fyrir Bournemouth að halda honum.
Stjórinn: Ruud van Nistelrooy (Leicester) - Hefur verið undir mikilli pressu en gat fagnað sigri gegn Southampton.
Athugasemdir