þri 06. maí 2025 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jorginho yfirgefur Arsenal og heldur til fæðingarlandsins
Mynd: EPA
Ítalski miðjumaðurinn Jorginho mun yfirgefa enska félagið Arsenal í sumar og ganga í raðir brasilíska félagsins Flamengo.

Hann hefur verið orðaður við skipti til Brasilíu að undanförnu og ef marka má félagaskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano er búið að ganga frá samningum við Flamengo.

Jorginho er 33 ára og er fæddur í Brasilíu. Hann hélt til Ítalíu 15 ára gamall og varð 24 ára ítalskur landsliðsmaður eftir að hafa verið í níu ár á Ítalíu. Hann á rætur að rekja til Ítalíu en langafi hans var Ítali.

Jorginho kom til Arsenal frá Chelsea sumarið 2023. Hann hefur á þremur tímabilum spilað 78 leiki fyrir Arsenal og skorað tvö mörk.

Flamengo er eitt af bestu liðum Brasilíu, Filipe Luis, fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, er þjálfari liðsins.
Athugasemdir