þri 06. maí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki búinn að gefast upp á Meistaradeildarsæti - „Kapphlaupið fer alla leið"
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur komið gríðarlega mikið á óvart á þessu tímabilinu og hefur verið í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Liðið hefur verið í miklu brasi að undanförnu og aðeins fengið fjögur stig úr síðustu fimm leikjum og er tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Nuno Espirito Santo, stjóri Forest, er ekki á þeim buxunum að gefast upp en næsti leikur liðsins er gegn föllnu liði Leicester á heimavelli.

„Við verðum að gera okkar á City Ground gegn Leicester. Þetta verður erfitt. Það efast engin um það að kapphlaupið um Meistaradeildarsæti fer alla leið (í lokaumferðina)," sagði Espirito Santo.
Athugasemdir
banner
banner