þri 06. maí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane mun ekki snúa aftur í úrvalsdeildina í sumar
Mynd: EPA
Harry Kane, framherji Bayern, fagnaði sínum fyrsta titli um helgina þegar Bayern varð þýskur meistari.

Kane gekk til liðs við Bayern frá Tottenham árið 2023 með það að markmiði að vinna titil og það hefur nú tekist.

Hann hefur verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina undanfarna mánuði en Christoph Freund, yfirmaður fótboltamála hjá Bayern, sagði að það væri ekki til umræðu að hann yfirgefi félagið.

Kane hefur verið stórkostlegur í búningi Bayern en hann hefur skoraði 80 mörk í 89 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner