Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, hefur sýnt í upphafi tímabils að Besta deildin er hans svið. Þessi 23 ára leikmaður er Sterkasti maður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.
Nýliðar Aftureldingar rúlluðu yfir Stjörnuna 3-0.
„Hrannar átti frábæran leik á vinstri kantinum þar sem hann skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins og komst ítrekað inn fyrir vörn Stjörnunnar. Hrannar átti einnig stundum þátt í því að vinna boltann af Stjörnunni ofarlega á vellinum og með mark, frábær hlaup og almenna ógn var hann besti maður vallarins," segir Hilmar Jökull Stefánsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem skrifaði um leikinn í Mosfellsbænum.
Nýliðar Aftureldingar rúlluðu yfir Stjörnuna 3-0.
„Hrannar átti frábæran leik á vinstri kantinum þar sem hann skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins og komst ítrekað inn fyrir vörn Stjörnunnar. Hrannar átti einnig stundum þátt í því að vinna boltann af Stjörnunni ofarlega á vellinum og með mark, frábær hlaup og almenna ógn var hann besti maður vallarins," segir Hilmar Jökull Stefánsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem skrifaði um leikinn í Mosfellsbænum.
Hann er í liði umferðarinnar í annað sinn en gegn Víkingi nýlega þá skoraði hann sigurmarkið af vítapunktinum, úr vítaspyrnu sem hann krækti sjálfur í.
Hrannar var eðlilega kampakátur eftir leikinn í gær.
„Bara geðveik tilfinning, alvöru mæting í stúkuna eins og á síðasta heimaleik. Það hjálpar okkur gríðarlega í svona leikjum og strákarnir sýndu alvöru frammistöðu í dag," sagði Hrannar.
Liðið var bara búið að skora eitt mark í deildinni fyrir þennan leik. Hvað breyttist hjá liðinu í þessum leik?
„Mér finnst við vera með meira sjálfstraust í sóknarleiknum. Við erum búnir að vera að fá fullt af færum í síðustu leikjum en erum ekki búnir að vera nógu grimmir inni í teignum, svo er þetta að koma núna.“
Frábær leikur hjá Hrannari sem er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hvernig er tilfinningin að spila í Bestu-deildinni?
„Stórkostleg tilfinning og ég er ótrúlega sáttur hvernig þetta er búið að ganga í fyrstu leikjunum og það er bara áfram gakk næsti leikur.“
Leikmenn umferðarinnar:
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 5 | 3 | 1 | 1 | 10 - 4 | +6 | 10 |
2. Vestri | 5 | 3 | 1 | 1 | 6 - 2 | +4 | 10 |
3. Breiðablik | 5 | 3 | 1 | 1 | 10 - 8 | +2 | 10 |
4. KR | 5 | 1 | 4 | 0 | 15 - 10 | +5 | 7 |
5. ÍBV | 5 | 2 | 1 | 2 | 6 - 7 | -1 | 7 |
6. Afturelding | 5 | 2 | 1 | 2 | 4 - 5 | -1 | 7 |
7. Fram | 5 | 2 | 0 | 3 | 10 - 9 | +1 | 6 |
8. Valur | 5 | 1 | 3 | 1 | 8 - 9 | -1 | 6 |
9. Stjarnan | 5 | 2 | 0 | 3 | 7 - 10 | -3 | 6 |
10. ÍA | 5 | 2 | 0 | 3 | 5 - 9 | -4 | 6 |
11. FH | 5 | 1 | 1 | 3 | 8 - 8 | 0 | 4 |
12. KA | 5 | 1 | 1 | 3 | 6 - 14 | -8 | 4 |
Athugasemdir