Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 14:40
Elvar Geir Magnússon
Dembele verður með gegn Arsenal - Hefur átt rosalegt tímabil
Dembele hefur skorað fleiri mörk á þessu tímabili en síðustu fimm til samans.
Dembele hefur skorað fleiri mörk á þessu tímabili en síðustu fimm til samans.
Mynd: EPA
Ousmane Dembele er algjör lykilmaður hjá Paris St-Germain og hefur átt gríðarlega gott tímabil hjá Frakklandsmeisturunum.

Stuðningsmenn PSG geta glaðst yfir því að Dembele er klár fyrir seinni leikinn gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Hann fékk aðeins aftan í læri í fyrri leiknum, sem PSG vann 1-0. Luis Enrique segir að Dembele sé klár í slaginn fyrir morgundaginn.

„Dembele hefur æft síðustu tvo daga og er leikfær fyrir morgundaginn," segir Enrique.

Dembele hefur heldur betur stigið upp eftir að Kylian Mbappe yfirgaf PSG. Dembele er með 21 mark í 28 deildarleikjum í Frakklandi á tímabilinu og 8 í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Það er mikil bæting frá síðasta tímabili þegar hann var með fimm mörk í öllum keppnum.

Hann hefur í raun skorað fleiri mörk á þessu tímabili en síðustu fimm til samans.
Athugasemdir
banner