Tímabilið hjá Milan hefur verið vonbrigði en liðið er í mikilli hættu á að missa af Meistaradeildarsæti.
Liðið hefur verið á góðu skriði að undanförnu, unnið tvo deildarleiki í röð og komist í úrslit bikarsins eftir sigur á Inter. Liðið er sex stigum frá 4. sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.
Rafael Leao sagði í viðtali eftir sigur liðsins gegn Genoa í gær að liðið hafi tekið fund til að rífa sig í gang á lokasprettiinum.
Liðið hefur verið á góðu skriði að undanförnu, unnið tvo deildarleiki í röð og komist í úrslit bikarsins eftir sigur á Inter. Liðið er sex stigum frá 4. sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.
Rafael Leao sagði í viðtali eftir sigur liðsins gegn Genoa í gær að liðið hafi tekið fund til að rífa sig í gang á lokasprettiinum.
„Við ræddum saman okkar á milli og sögðum að það væri gríðarlega mikilvægt að ná í eins mörg stig og hægt er í síðustu leikjunum," sagði Leao.
„Stjórinn breytti um taktík og við erum þéttari. Við höfum held ég aðeins fengið á okkur tvö mörk í undanförnum leikjum."
Athugasemdir