Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur verið ráðinn nýr verkefnastjóri fótboltadeildar Stjörnunnar.
Þórarinn þekkir vel til hjá Stjörnunni því hann var leikmaður liðsins í sjö tímabil áður en hann lagði skóna á hilluna í vetur.
Hann varð bikarmeistari með liðinu 2018, lék 83 leiki í efstu deild fyrir liðið og skoraði eitt mark. Hann er uppalinn hjá ÍBV en tengingin við Stjörnuna er mjög sterk.
Þórarinn þekkir vel til hjá Stjörnunni því hann var leikmaður liðsins í sjö tímabil áður en hann lagði skóna á hilluna í vetur.
Hann varð bikarmeistari með liðinu 2018, lék 83 leiki í efstu deild fyrir liðið og skoraði eitt mark. Hann er uppalinn hjá ÍBV en tengingin við Stjörnuna er mjög sterk.
Úr tilkynningu Stjörnunnar
Tóti er Stjörnufólki kunnugur eftir að hafa verið með okkur undanfarin ár sem leikmaður. Hann hefur sterkar rætur innan félagsins og mikla reynslu úr heimi knattspyrnunnar og erum við þar af leiðandi sannfærð um að hann muni styrkja starfið enn frekar og leggja sitt af mörkum til að þróa og efla knattspyrnudeildina áfram.
„Ég er virkilega stoltur að fá tækifærið til að starfa fyrir Stjörnuna. Félag sem mér þykir afskaplega vænt um og hjálpaði mér mikið á mínum ferli. Nú mun ég geta lagt mitt af mörkum í því góða starfi sem nú þegar er unnið hjá félaginu í heild sinni. Ég hlakka til að sjá ykkur öll á vellinum í sumar! Skíni Stjarnan,“ segir Þórarinn Ingi um nýja starfið.
Athugasemdir